Payday nær mikilvægum áfanga

P

Við náðum mikilvægum áfanga við síðustu uppfærslu á Payday. Núna getum við boðið fyrirtækjum með fleiri en einn starfsmann upp á stóru áskriftarleiðina okkar (Allur pakkinn). Þessi breyting opnar á alveg nýjan markhóp hjá okkur sem eru örfyrirtæki og lítil fyrirtæki.

Við höldum áfram að vinna að ýmsum nýjungum og erum hvergi nærri hætt. Hér fyrir neðan er farið yfir það helsta sem fylgdi með í síðustu uppfærslu Payday ásamt því sem framundan er hjá okkur.

Launakerfi fyrir fleiri en einn starfsmann

Þetta er líklega það sem við höfum hvað oftast verið spurð út í og sá möguleiki sem flestir hafa óskað eftir að sé hluti af þjónustu okkar. Því miður höfum við þurft að vísa mörgum frá þar sem kerfið okkar studdi ekki möguleika á fleiri en einum starfsmanni. Er það von okkar að þessi frábæra viðbót verði til þess að þeir sem til þessa hafa verið mögulegir viðskiptavinir okkar komi nú um borð.

Nýja uppfærslan felur meðal annars í sér:

 • Einfalt launakerfi fyrir fyrirtæki þar sem hlutirnir gerast sjálfvirkt
 • Ótakmarkaður fjöldi starfsmanna. Sömu viðskiptakjör
 • Sjálfvirk skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu, lífeyrissjóða og stéttarfélaga
 • Greiðslubunki stofnaður fyrir millifærslu launa til að minnka handavinnuna og koma í veg fyrir mistök
 • Yfirsýn yfir útborganir, staðgreiðslu, lífeyris- og stéttarfélagsgreiðslur

Hægt að setja inn upphæðir á reikninga með eða án vsk.

Nú hafa viðskiptavinir okkar val um að slá inn upphæðir með eða án vsk. þegar bætt er við línum á reikninga. Þetta sparar tíma sérstaklega fyrir þá sem vanir eru að slá inn upphæðir með vsk. Upphæðin sem ekki er slegin inn er reiknuð sjálfkrafa þannig að ekkert fari á milli mála.

Stofna reikninga í erlendum gjaldmiðlum

Það hefur verið töluverð eftirspurn eftir því að geta útbúið reikninga í erlendum gjaldmiðlum. Nú er sá möguleiki kominn í Payday þar sem með einföldum hætti er hægt að velja þann gjaldmiðil sem þinn viðskiptavinur kýs að fá reikningana í. Erlenda upphæðin er umreiknuð í íslenskar krónur miðað við gengi gjaldmiðilsins á bókunardegi reikningsins.

Forskoðun (e. Preview) á reikning í vinnslu

Meðan unnið er í reikning, er nú alltaf hægt að skoða hvernig hann mun líta út gagnvart viðskiptavininum áður en hann er sendur. Á PDF reikning er alltaf skrifað DRÖG þannig að það fari ekki á milli mála að þetta er ekki endanlegur reikningur.

Hægt að skrá mínusfærslur á reikninga

Það getur komið fyrir að á reikning þurfi sömuleiðis að skrá mínusfærslu t.d. eins og fyrir aðstöðugjaldi fyrir verktaka sbr. sjúkraþjálfara. Ekki er hægt að blanda saman plús og mínusfærslum þannig að reikningur endi í mínus. Ef eingöngu eru skráðar mínusfærslur þá verður reikningurinn að kreditreikningi.

Ógreiddir reikningar á mælaborði

Sú breyting var gerð á listanum yfir “nýlega reikninga” á mæliborði með þeim hætti að núna birtast þar 5 elstu ógreiddu reikningarnir raðaðir eftir eindaga. Þessi breyting gefur betri yfirsýn yfir reikninga sem fallnir eru á eindaga og sömuleiðis hvenær búast má við næstu greiðslum.

Aðrar minniháttar breytingar  og lagfæringar

 • Notandi getur nú valið númer fyrsta reiknings sem sendur er.
 • Nýjum RSK flokk fyrir vörukaup bætt við fyrir kostnaðarliði.
 • Nú eru dagsetningar úr yfirliti yfir kreditkortafærslur frá banka færðar inn sjálfkrafa í kostnaðarliði.
 • Númer reiknings er ekki lengur birt í tölvupósti sem viðskiptavinur fær þegar reikningur er sendur.
 • Ef “Nýr reikningur” er valinn frá viðskiptavinasíðu þá er viðskiptavinurinn valinn sjálfkrafa á reikninginn.
 • Tilboð og áskriftarreikningar taka nú við kommutölum í magn.
 • Hægt er að velja “0 dögum síðar” í eindaga á áskriftarreikning.
 • Flokkur skráist nú rétt þegar kostnaðarliður var uppfærður.

Framundan

 • Payday API og WebHooks sem gerir það kleyft að tengja Payday við önnur kerfi.
 • Sjálfvirkar launakeyrslur, ennþá færri hlutir til að hafa áhyggjur af.
 • Rafrænir reikningar (XML skeytamiðlun í bókhaldskerfi).
 • Tilkynningakerfi fyrir ógreidda reikninga.
 • Payday Bókhald.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar