Nýtt í maí 2019

N

Við hlustum á okkar notendur því þeir eru hinir einu sönnu Payday sérfræðingar.  Að baki er “Notendavika” þar sem við setjum fókus á ábendingar frá okkar notendum.

7 nýjar aðgerðir hafa bæst við sem gerir Payday ennþá einfaldara. 😍

Sjálfvirkar launakeyrslu

Ennþá færri hlutir til að hafa áhyggjur af. Þú stillir upp laununum og velur að keyra launakeyrsluna sjálfvirkt í lok eða upphafi hvers mánaðar. Einfaldara verður það ekki.

Útistandandi gjöld á mælaborði

Hvað á eftir að greiða í launatengd gjöld eða vsk? Þetta sérð þú núna beint á mælaborðinu.

Stofna kröfu vegna reiknings eftir á

Gleymdir þú að stofna kröfuna þegar reikningur var sendur? Nú er ekkert mál að stofna kröfu eftir að reikningurinn hefur verið sendur.

Ökutækjastyrkur utan staðgreiðslu

Greiðir þú ökutækjastyrk utan staðgreiðslu? Nú getur þú líka gert það í Payday.

Leita í reikningum eftir lýsingu og stöðu

Leitin hjá okkur er núna aðeins klárari en hún var áður. Núna getur þú leitað eftir stöðu reikninga, lýsingu og kennitölu.

“Frá upphafi” valmöguleiki í dagatali

Þetta er mjög þægilegur valmöguleiki þegar þú þarft t.d. að sækja útgjöld frá því að þú byrjaðir að nota Payday.

Innheimtumáti birtur á reikningum

Var reikningurinn sendur sem krafa í banka eða rafrænn reikningur (XML)? Þetta kemur núna allt fram á reikningum.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar