GDPR + Payday ✅

G

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (GDPR) taka gildi á Íslandi þann 15. júlí 2018. Löggjöfinni er ætlað að tryggja einstaklingum ríkari vernd, yfirsýn og stjórn á meðferð eigin persónuupplýsinga og því skilgreinir löggjöfin hvernig fyrirtæki mega safna, geyma og nota persónugreinanlegar upplýsingar.

Payday er mikið í mun að notendur þjónustunnar upplifi að meðferð upplýsinga sé trygg, að fyllsta trúnaðar sé gætt við alla vinnslu slíkra upplýsinga og notendur þjónustunnar þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að persónugreinanlegum upplýsingum um þá verði miðlað ólöglega með einhverjum hætti. Gögnin sem við vinnum með í Payday eru í eigu viðskiptavina okkar og telst Payday því vinnsluaðili þeirra gagna. Hinsvegar telst Payday ábyrgðaraðili yfir notendaupplýsingum viðskiptavina sinna sem skrá sig í þjónustuna og sömuleiðis skráningum á póstlista Payday.

Til að taka mið af ofangreindu höfum við eins og margir aðrir þjónustuveitendur uppfært skilmálana okkar og stefnur sem snúa að þjónustunum okkar.

Skilmálar

Skilmálarnir okkar skilgreina almennt hvernig nota á þjónusturnar okkar. Skilmálarnir innihalda upplýsingar um hvernig þjónustan er veitt, verð og greiðsluskilmála, öryggi og meðferð persónuupplýsinga, takmarkanir á ábyrgðum og margt fleira.

Skoða nánar skilmála Payday.

Persónuverndarstefna

Í persónuverndarstefnunni finnur þú lista yfir þær upplýsingar sem við gætum safnað frá þér, upplýsingar um öryggismál, hvernig upplýsingum er eytt, upplýsingar um vinnsluaðila gagna, notkun vefkaka (e. cookies) og önnur réttindi þín samkvæmt GDPR. Einnig áréttum við þar hvernig við ætlum að tryggja öryggi þinna gagna og rétt þinn í samræmi við nýju persónuverndarlögin (GDPR).

Skoða nánar persónuverndarstefnu Payday.

gagnavinnsla

Í skilmálum gagnavinnslu er fjallað um skyldur og hlutverk ábyrgðaraðila (notandi Payday) og vinnsluaðila (Payday) vegna þjónustu Payday við ábyrgðaraðila og vinnslu persónuupplýsinga í kerfi Payday.

Skoða nánar skilmála gagnavinnslu Payday.

Hafir þú einhverjar spurningar þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur á netfangið dpo@payday.is.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar