Betra yfirlit yfir viðskiptavini og fleiri nýjungar

B

Þrátt fyrir smávægilegt kuldakast er vor í lofti hjá Payday og mikil gleði í okkar herbúðum. Við erum spennt að segja ykkur frá nýrri uppfærslu sem fór í loftið fyrr í dag.

Við vonum að þessar nýjungar falli í kramið og minnum á að við tökum glöð við ábendingum frá ykkur um það sem betur má fara eða ef það er eitthvað sem þið teljið að hægt sé að bæta við þjónustuna því þannig gerum við Payday enn betra.

Lykiltölur reikninga á mælaborði

Nú er hægt að sjá innheimtuhlutfall (hlutfall greiddra og gjaldfallinna reikninga) og greiðsluhraða (fjöldi daga að meðaltali frá útgáfu reiknings til greiðsludags) á mælaborðinu til að þú hafir enn betri yfirsýn yfir reksturinn.

Betra yfirlit yfir viðskiptavini

Viðskiptavinasíðan okkar hefur heldur betur fengið góða andlitslyftingu og nú er hægt að sjá ýmsar gagnlegar upplýsingar um hvern viðskiptavin eins og t.d. :

  • Innheimtuhlutfall – Hlutfall greiddra og gjaldfallinna reikninga
  • Greiðsluhraði – Fjöldi daga að meðaltali frá útgáfu reiknings til greiðsludags
  • Graf fyrir samanburð við aðra viðskiptavini – Sjáðu hve hátt hlutfall viðskiptavinurinn er með af veltunni
  • Listi yfir alla reikninga sem gefnir hafa verið út á viðskiptavin

Launareiknivél

Viltu vita hvað þú getur reiknað þér mikið í laun miðað við hvað þú þénar mikið? Eða viltu vita hvað þú sem launagreiðandi þarft að leggja mikið til ef þú vilt greiða þér út ákveðin laun? Notaðu Payday launareiknivélina til að reikna dæmið til enda.

Þín eigin innheimtuþjónusta

Nú geturðu látið kröfurnar sem koma í netbanka viðskiptavina þinna birtast í nafni þíns fyrirtækis. Eins og stendur er þetta aðeins í boði í “Nettur” áskriftarleiðinni en til stendur að hafa þetta í boði fyrir “Allur pakkinn” áður en langt um líður.

Ef þú hefur áhuga á að setja upp þína eigin innheimtuþjónustu hafðu þá samband á netfanginu hjalp@payday.is og við aðstoðum þig eftir fremsta megni.

Flýtileið til að bæta við línu á áskriftarreikning

Margir eru sífellt að setja inn sömu upplýsingar inn á reikninga og til að hindra óþarfa endurtekningar þá er nú sjálfkrafa leitað í eldri reikningslínum um leið og byrjað er að slá inn lýsingu fyrir reikningslínu. Þegar eldri reikningslína er valin úr listanum þá fyllist sjálfkrafa út í lýsingu, magn, upphæð, vsk og afslátt (ef við á).

Flýtileið til að bæta við kostnaðarlið

Nú er hægt að bæta við kostnaðarliðum líkt á sama einfalda hátt og reikningslínum.

Veita greiðslufrest og fella niður dráttarvexti á reikningum

Veittu viðskiptavinum þínum smá greiðslufrest og láttu kröfuna hætta að safna dráttarvöxtum eða felldu þá niður.

Framundan

  • Fella niður kröfu í netbanka án þess að fella niður sjálfan reikninginn. Þetta er handhægur möguleiki ef reikningur er t.d. greiddur með millifærslu
  • Útbúa tilboð sem þú getur sent á þinn viðskiptavin. Hægt verður með einföldum hætti að breyta tilboði yfir í reikning
  • Payday API. Tengdu þín kerfi beint við Payday og minnkaðu handavinnuna

Tímasparnaður, sjálfvirk skil og minni áhyggjur

Payday einfaldar reikningagerð, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga og smærri fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar