7 hlutir sem hafa þarf á hreinu áður en fyrirtæki er stofnað

7

Nafnið ehf.

Þetta hljómar einfalt en oft getur þetta verið það sem fólk á erfiðast með. Hafið í huga að nafnið getur verið eitt en heiti og einkennismerki fyrirtækisins getur verið annað samt sem áður er góð hugmynd er að hafa nafnið lýsandi svo viðskiptavinurinn eigi auðveldara með að vita frá hverjum reikningurinn er.

Atvinnugreinaflokkun

Þú þarft að vera búinn að skilgreina hlutverk fyrirtækisins og finna ÍSAT númer í samræmi við það. Það er gert inná heimasíðu fyrirtækjaskrár og eftir að orð hefur verið skrifað inn þá koma upp hugmyndir að ÍSAT númerum sem passað gætu hlutverkinu sem leitað var eftir.

Rafræn skilríki

Rafræn skilríki eru nauðsynlegur hluti af ferlinu svo ef þú ert ekki með þau þá er fyrsta skrefið að tala við viðskiptabankann þinn og tengja þau við símanúmerið þitt.

Stofnfé

Þú þarft að hafa stofnféið tilbúið á reikningi í þinni eigu á þann hátt að þú getir sýnt fram á að það sé raunverulega til staðar og tryggja að það sé síðan millifært á nýstofnað einkahlutafélag þegar það og bankareikningur þess er tilbúin.

Skoðunarmaður reikninga

Til þess að geta klárað stofnpappírana þarft þú að tilgreina hver skoðunarmaður reikninga fyrirtækisins verður. Þú þarf að fylla inn kennitölu, símanúmer og tölvupóstfang viðkomandi og hann þarf svo að samþykkja stofnpappírana með rafrænum skilríkjum eftir að þeir hafa verið sendir inn. Hlutverk skoðunarmannsins á þessu stigi er að skrifa uppá það að stofnfé fyrirtækisins sé á réttum stað og í réttu magni miðað við stofnpappíra og reglur hverju sinni.

Varamaður í stjórn

Þó svo stofnandi fyrirtækisins sé einn og hann ætli og vilji fylla í öll hlutverk fyrirtækisins eins og framkvæmdastjóra, stjórnarformann, prókúruhafa og allt það sem í boði er þá er eitt hlutverk sem hann getur ekki fyllt. Það er varamaður í stjórn og þarf þá viðkomandi að vera búinn að finna viljugan aðstoðamann í það hlutverk. Viðkomandi þarf svo að samþykkja stofnpappírana með rafrænum skilríkjum eftir að þeir hafa verið sendir inn svo hann þarf að hafa þau virkjuð.

Hvar

Rafræn skráning á einkahlutafélagi fer fram inná þjónustuvef Ríkisskattstjóra. Þar þarft þú að skrá þig inn á sama hátt og þegar skattaskýrslu er skilað.

Bónus

Gott er að fara inná vef ríkisskattstjóra og lesa þessar stuttu leiðbeiningar og horfa á örmyndböndin. Það gefur extra innsýn inn í ferlið.

Sparaðu tíma, fáðu meiri yfirsýn, sparaðu pening, vertu öruggari með reksturinn og komdu í hóp fjölda ánægðra viðskiptavina Payday. Það er ekki eftir neinu að bíða, skráðu þig í dag og fáðu fyrsta mánuðinn frítt.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar