5 atriði sem þú vissir kannski ekki um Payday

5

Ef þú ert sjálfstætt starfandi eða rekur lítið fyrirtæki þá hefur þú örugglega velt fyrir þér hlutum á borð við reikningagerð, virðisaukaskatti, launatengdum gjöldum og skilum á opinberum gjöldum. Fyrir marga getur verið yfirþyrmandi og tímafrekt verkefni að þurfa að passa upp á þessa þætti í hverjum einasta mánuði. Payday leysir vandamálið með einföldu en öflugu kerfi sem er sérsniðið að þörfum sjálfstætt starfandi einstaklinga og smærri fyrirtækja.

Hér eru 5 atriði sem þú vissir kannski ekki um Payday sem geta mögulega auðveldað þér lífið í þínum rekstri.

1. Einfalt reikningakerfi

Að senda reikninga eða tilboð er einfalt og fljótlegt. Þú getur valið að stofna greiðslukröfur í netbanka með tengingu við þinn viðskiptabanka eða sent rafræna reikninga (XML) beint í bókhaldskerfi viðskiptavina þinna.  Áskriftir, hreyfingarlisti, reikningar í erlendum gjaldmiðlum, vísitölutenging, fylgiskjöl og saga reikninga eru einnig meðal þeirra möguleika sem reikningakerfið býður upp á.

2. Einfalt launakerfi

Hægt að setja upp sjálfvirkar launakeyrslur og uppsetningin er einföld hvort sem þú ert með einn eða fleiri starfsmenn. Með einföldum hætti sérð þú hver launakostnaðurinn er í hverjum mánuði.

3. Virðisaukaskattur og útgjöld

Útgefnir reikningar og útgjöld eru sjálfvirkt færð inn á VSK skýrsluna og þú sérð stöðuna á núverandi tímabili hverju sinni. Eldri skýrslur ásamt staðfestingu um skil frá RSK eru alltaf aðgengileg sem og hvað er til greiðslu á næsta gjalddaga.

4. Sjálfvirk skil

Þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af skilum á opinberum gjöldum og launatengdum gjöldum. Hvort heldur sem það er staðgreiðsla og tryggingagjald, lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgjöld, launamiðar eða virðisaukaskattur, Payday sér um að skila þessu inn sjálfvirkt.

5. Betri yfirsýn

Payday veitir þér þá yfirsýn yfir reksturinn sem þig hefur alltaf dreymt um. Með auðveldum hætti sérðu hvað þú átt útistandandi í ógreiddum reikningum, hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvað þú greiðir í skatt. Með þessu móti ættir þú að verða öruggari með reksturinn og þá um leið verða ákvarðanir tengdar rekstrinum auðveldari.

Sparaðu tíma, fáðu meiri yfirsýn, sparaðu pening, vertu öruggari með reksturinn og komdu í hóp fjölda ánægðra viðskiptavina Payday. Það er ekki eftir neinu að bíða, skráðu þig í dag og fáðu fyrsta mánuðinn frítt.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar