4 tímarammar sem gott er að vita þegar fyrirtæki er stofnað

4

Stofna einkahlutafélag

Það tekur ekki nema 15 mín að fylla út og senda inn stofngögnin fyrir nýtt einkahlutafélag inná þjónustuvef ríkisskattstjóra. En til þess að ná því á þeim tíma þarft þú að vera tilbúin með upplýsingarnar.

Fá afhenta kennitölu

Það líða venjulega um það bil 5 virkir dagar þar til þú færð úthlutað kennitölu og um leið birtist hún í leitarvélinni á heimasíðu fyrirtækjaskrár.

Hættir að vera ósýnilegur

Einn til þrír sólarhringar líða frá því nýja kennitalan er mætt þar til kerfin vita af þér og þú getur stofnað heimabanka, Payday aðgang og fleira þannig með nýju kennitölunni. Það sem stjórnar þessu er hversu ört gagnagrunnar fyrirtækjanna keyra sig saman við fyrirtækjaskrá.

Virðisaukaskattur og launagreiðslur

Rúm vika líður frá því þú fyllir út eyðublað 5.02, sendir inn frumritið þar sem þú sækir um að vera skráður á virðisaukaskattskrá og launagreiðendaskrá þar til þú hefur fengið veflyklana afhenta.

Niðurstaðan

Það tekur um það bil 3 vikur frá því þú sendir fyrsta skjalið og þar til þú getur sent fyrsta reikninginn með nýju kennitölunni, nýja virðisaukaskattnúmerinu, borgað þér svo út laun og látið þannig drauminn verða að veruleika. Ekki má gleyma hvað þetta er allt straumlínulagað og einfalt með Payday.

Sparaðu tíma, fáðu meiri yfirsýn, sparaðu pening, vertu öruggari með reksturinn og komdu í hóp fjölda ánægðra viðskiptavina Payday. Það er ekki eftir neinu að bíða, skráðu þig í dag og fáðu fyrsta mánuðinn frítt.

Um höfund

payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar