Nýjar áskriftarleiðir

N

Í nýrri uppfærslu af Payday er komið til móts við enn fleiri sjálfstætt starfandi einstaklinga og smærri fyrirtæki.

“Í boði hússins” og “Nettur” eru nýjar áskriftarleiðir sem ætlað er að mæta þörfum þessara aðila og auðvelda þeim reksturinn.

Í boði húsins

Er líkt og nafnið gefur til kynna í boði hússins og geta notendur sent út eins marga reikninga og þá lystir án endurgjalds. Reikningarnir uppfylla að sjálfsögðu reglugerð 505/2013 um rafræna reikninga. Með þessari áskrift fylgir einnig hreyfingarlisti og tenging við þjóðskrá. Þessi fría áskriftarleið hentar öllum þeim sem eru með umfangslitla starfsemi en þurfa reglulega að senda út reikninga vegna vinnu sinnar.

Nettur

Þessi netta áskriftarleið, hentar þeim sem kjósa að sjá sjálfir um launagreiðslur og greiðslu launatengdra gjalda.

  • Reikningagerð
  • Kröfustofnun í netbanka greiðanda
  • Áminningu í tölvupósti þegar reikningur er greiddur eða kominn á eindaga
  • Sögu sendra reikninga
  • Skráningu kostnaðarliða
  • Grafískt yfirlit yfir tekjur og gjöld rekstrarins
  • Hreyfingarlista
  • Tenging við þjóðskrá

Allur pakkinn

Allur pakkinn er svo áfram í boði fyrir þá sem kjósa að láta Payday annast launagreiðslur og greiðslu allra launatengdra gjalda í tengslum við reksturinn.

Notendur geta fært sig á milli áskriftarleiða þegar þeim hentar og sem fyrr er einungis greitt fyrir notkun á þjónustunni og ekkert mánaðargjald innheimt af notendum.

Það gleður okkur mjög að geta með þessum hætti aukið enn við þjónustu okkar og væntum við þess að áskriftarleiðirnar þrjár sem Payday býður uppá í dag mæti þörfum sem flestra sjálfstætt starfandi einstaklinga og smærri fyrirtækja.

Það er meira nýtt…

Saga reikninga

  • Sjáðu á hvern reikningurinn var sendur
  • Var reikningurinn skoðaður?
  • Endursenda reikninginn
  • Öll saga reikningsins

Greiðandi annar en viðskiptavinur

  • Í sumum tilfellum er greiðandi reiknings annar en sá sem skráður er viðskiptavinur.
  • Þú getur sent kröfuna á sjálfan þig ef viðskiptavinur þinn hefur greitt þér með millifærslu. Með þessum hætt getur þú nýtt þér alla kosti þess að nota Payday.

HVAÐ ER FRAMUNDAN?

  • Áskriftarreikningar
  • Flytja bókhald yfir í Payday
  • Skattframtal og ársskýrsla
  • Sjálfvirk skil á viðbótarupplýsingum til RSK

Við höldum áfram að bæta við nýjungum og lagfæra Payday og við kunnum að meta þitt álit og viljum hvetja þig til að senda okkur línu á [email protected] ef þú ert með tillögur að nýjungum eða endurbótum á kerfinu.
Hér fyrir neðan eru nokkrar af þeim nýjungum sem við stefnum á að verði tilbúnar fyrir næstu uppfærslu.

ÁSKRIFTARREIKNINGAR

Talsverður hluti notenda Payday hefur óskað eftir þessari viðbót sem felur í sér mikinn tímasparnað og þægindi. Hægt verður að setja upp áskriftarreikninga og getur notandi þá sent reikninga á sömu aðlila með reglulegu millibili í ákveðinn tíma, notandinn stýrir sjálfur upphæðinni og hve oft reikningarnir eru sendir, reikningarnir stofnast sjálfkrafa á ákveðna aðila, t.d mánaðarlega í fjóra mánuði. Þessi leið hentar til dæmis einkaþjálfurum eða öðrum sem eru með sömu viðskiptavini yfir ákveðið tímabil.

FLYTJA BÓKHALD YFIR Í PAYDAY

Hægt verður að flytja bókhald rekstrar yfir í Payday á einfaldan hátt þannig að þú getir strax byrjað að nota kerfið.

SKATTFRAMTAL OG ÁRSSKÝRSLA

Við munum brátt bjóða uppá ráðgjöf og þjónustu varðandi skattframtal og ársskýrslu í samstarfi við bókara.

SJÁLFVIRK SKIL Á VIÐBÓTARUPPLÝSINGUM TIL RSK

Payday mun skila sjálfvirkt inn viðbótarupplýsingum til RSK eins og til dæmis launamiðum. Þetta mun flýta fyrir skattframtals- og ársskýrslugerð.

Um höfund

Payday

Payday einfaldar reikningagerð, bókhald, launagreiðslur, kröfustofnun og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Nýlegar færslur

Söfn

Flokkar